Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 17:47 Útsýnið af Skálafelli yfir höfuðborgina. Vísir/GVA Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals. Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur ákveðið að bygging kláfs á Skálafelli sæti umhverfismati. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. Í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir feli í sér uppsetningu kláfs frá núverandi bílastæði við rætur Skálafells og upp á topp fjallsins ásamt þjónustustöðvum við báða enda. Með hliðsjón af umsögnum Reykjavíkurborgar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veðurstofu Íslands telur Skipulagsstofnun að við fyrirhugaðar framkvæmdir verði eðlisbreyting á þjónustu svæðisins, sem er til að mynda vinsælt skíðasvæði, og ákveðin óvissa sé um umfang framkvæmda og slysahættu. Að mati Skipulagsstofnunar kalla þættir sem falla undir eðli framkvæmdarinnar á að framkvæmdin undirgangist mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 14. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 26. ágúst 2018. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má nálgast hér. Fyrst voru fluttar fréttir af fyrirhuguðum kláfi og þjónustumiðstöðvum í kringum hann í fyrra. „Tilgangur með uppsetningu kláfs á Skálafelli er að gefa fólki tækifæri á að komast upp á tind fjallsins og njóta þess þar hversu víðsýnt er til allra átta,“ sagði þá í erindi frá Mannviti verkfræðistofu vegna verkefnisins, sem skoðaði möguleika á kláfnum fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals.
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Veitingar á Skálafelli og kláfur upp á topp Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Þórdísar Jóhannesdóttur, eiganda jarðarinnar Stardals, skoðar nú möguleika á því að koma fyrir kláfi á Skálafelli og byggja veitingastað ofan á fjallinu. 28. ágúst 2017 07:00