Portúgölsk innrás hjá Wolves Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2018 16:30 Portúgalski kjarninn sem átti stóran þátt í að koma Úlfunum upp í ensku úrvalsdeildina á ný. vísir/getty Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp. Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mendes þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evrópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmannsins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð.Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tuttugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlfarnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun-fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félagið tvo skjólstæðinga Mendes frá Benfica og Monaco fyrir samanlagt tuttugu milljónir punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Championship-deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndilega kominn í hörkuna í ensku 1. deildinni. Nuno er að sjálfsögðu skjólstæðingur Mendes og með honum kom fyrrverandi fyrirliði Porto og annar leikmaður Mendes, Reuben Neves, til Englands. Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deildina nokkuð örugglega.Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship-deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusambandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun-fjárfestingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnusambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvalsdeildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr herbúðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á komandi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leikmannahóp.
Enski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn