Gangan er orðinn árviss viðburður og er haldin á laugardaginn næsta í sjöunda sinn. Um er að ræða samstöðugöngu með þolendum kynferðislegs ofbeldis.
Kiana Sif og Helga Elín hafa báðar prýtt forsíðu Mannlífs, sem greindi fyrst frá málinu, en í viðtalinu stigu konurnar ungu fram og greindu frá meintum kynferðisbrotum mannsins en málunum var vísað frá og lögreglumaðurinn hélt starfi sínu. Þær hafa gagnrýnt harðlega rannsókn málsins og segja réttarkerfið hafa brugðist sér.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í síðasta skiptið“
„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“
Auk þeirra Kiönu og Helgu stendur til að framhaldshópur frá Stígamótum haldi ræður. Þá mun María Rut Kristinsdóttir, fyrrverandi talskona Druslugöngunnar ávarpa samkomuna. María Rut leiddi áður samráðshóp ráðherra um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins.
Á síðu viðburðarins segir að Druslugangan sé allra: „Hún er vopn okkar gegn óréttlæti og ofbeldi. Sama hvort þú sért þolandi, aðstandandi eða einfaldlega manneskja sem sættir sig ekki við samfélag sem með þögn sinni og aðgerðarleysi samþykkir kynferðisofbeldi.“