Innlent

Talsverðar líkur á öflugum skúradembum með þrumum og eldingum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kortið sýnir spána fyrir landið klukkan fimm í dag.
Kortið sýnir spána fyrir landið klukkan fimm í dag. Veðurstofa Íslands

„Í dag verður mjög hlýtt loft yfir Íslandi en því miður er það að flýta sér í vesturátt,“ segir í veðurpistli dagsins.

Útivistarfólk og ferðalangar eru beðnir um að hafa í huga að hvassviðri verður á Suðausturlandi í dag og einnig eftir hádegi á Snæfellsnesi og Vestfjörðum með snörpum vindhviðum.

Veðurfræðingur segir kuldaskil koma upp að Suðausturlandi undir hádegi. Úrkoma færist síðan hratt yfir landið og ætti að rigna á höfuðborgarsvæðinu um fimmleytið síðdegis eftir að hitinn hefur farið upp fyrir 20 gráður.

„Það er að segja ef það hefur ekki gert þrumuveður áður! Því þessu hlýja lofti fylgja talsverðar líkur á öflugum skúradembum með þrumum, eldingum og jafnvel hagli víða um land, þó helst suðvestan til.“ Segir veðurfræðingur og bætir við að útivistarfólk þurfi að fylgjast vel með hættunni á eldingarveðri.

Hitinn gæti náð 24 stigum yfir miðjan dag, hlýjast vestanlands en það kólnar eftir að kuldaskilin fara yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.