„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2018 16:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent