Sjaldgæft veðurfyrirbrigði í höfuðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. júlí 2018 22:03 Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli. Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Það voru evrópskir sumarvindar sem léku um höfuðborgarbúa í dag á heitasta degi ársins. Síðdegisúrhellið minnti líka á hitaskúr frá suðrænni löndum. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir hitabylgjuna hafa farið hratt yfir landið í dag en um sjaldgæft fyrirbrigði hafi verið að ræða. Margir borgarbúar biðu með tilhlökkun eftir deginum í dag en framanaf var spáð sól og allt að 25 stiga hita. Sólin lét hins vegar ekki sjá sig en fyrripart dagsins var einhvers konar hitabylgja á höfuðborgarsvæðinu. Mistur, sem höfuðborgarbúa sáu í dag, kom með heita loftinu frá Evrópu. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þetta sé sjaldgæft og gerist ekki á hverju ári. „Við viljum hafa hæðina passlega langt frá landi og fyrir sunnan land. Þá nær hún að ýta, með austanáttinni, mjög hlýju loft frá Evrópu,“ segir Óli. Það standi hins vegar stutt því hún verður líklega yfir landinu á miðvikudaginn. „Þegar hún færist vestar frá Skotlandi þá missir hún af því að ná í hlýja loftið frá Evrópu og fer að sækja svalara loft úr Atlantshafi. Svo sem engar hamfarir en það verður mun svalara fyrir okkur á vesturhorninu,“ segir Óli.Svipuð sumur komi reglulega Margir gerðu sér glaðan dag og á hátíðinni Kátt á Klambra voru gestir ánægðir með góða veðrið. Adam var þó ekki lengi í paradís því sídegis kom úrhelli í átt við evrópskan hitaskúr. Óli Þór segir að veðrið fari svo í svipað far og verið hefur. „Þessi 10 til 18 stiga hiti, svona almennt að deginum, frekar skýjað og nokkuð víða einhver úrkoma. Þannig að það er ekki kannski einhver einn staður að fara að skera sig úr. Svo þegar líður lengra á vikuna er útlit fyrir að það fari meira yfir í suðlægar áttir aftur. Við erum búin að fá dálítið af því í sumar,“ segir Óli. Hann segir sumarið hafa verið óvenjulegt á suðvesturhorninu og man vart annað eins. „Þetta sumar er gjarnan borið saman við '83 sumarið. Það var svalara en þetta. Þessi sumur hafa alltaf komið af og til og munu örugglega alltaf koma. Vonandi verður bara langt í það næsta.“Þannig að þú vilt ekki spá eins og sumir að þetta sé eitthvað sem við munum sjá næstu árin og jafnvel áratugina?„Nei, ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa þá útskýringu,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira