Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 14:19 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól. Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól.
Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00