Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Héraðsdómur Vesturlands hefur aðsetur í Borgarnesi. Vísir/pjetur Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira