Aldrei aftur nautahlaup Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2018 20:03 Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni. Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt. Nautahlaupið er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins Denia á Spáni og kallast Bous a la mar eða nautin í sjóinn en þá er nautum sleppt lausum og fólk reynir að koma þeim í sjóinn og nautin synda svo í land, Adolf Örn Adolfsson var staddur a hátíðinni á miðvikudagskvöldið og ákvað að taka þátt. „Ég var að sækjast eftir einhverri spennu og gerði það sama en ég missti undir mig lappirnar og þegar ég stóð upp þá sneri ég mér við og sá bara augun á nautinu. Ég greip um hausinn á því og reyndi að halda mér bara eins fast og ég gat.“ „Ég átti víst að hafa kastast upp í loft. Ég stóð upp og hoppaði út í síðan.“ Fréttamiðlar á Spáni hafa þegar fjallað um málið og eru myndirnar í fréttinni þaðan. DV sagði fyrst frá málinu hér á landi „Þar komu einhverjir og drógu mig upp í bát og fjórir eða fimm menn báru mig út í sjúkrabíl. Ég skildi ekkert hvað var í gangi.“ „Þetta leit kannski mjög illa út fyrir alla þa var lokað svæðinu í 5 mínútur en ég var rosa heppinn. Ég fékk hérna þrjá stungur undir handakrikana, einn undir hægri og tvo undir vinstri. Svo er ég aðeins krambúleraður út um allan líkamann“ Spurður um líðan sína eftir atvikið segir Adolf: Ég get ekki lyft höndunum. Þetta eru svakalegir skurðir sem ég er með undir handakrikunum. Dagurinn í gær var alveg hræðilegur í dag er ég ágætur komst alla vega í skyrtu“ „Þetta var svakalegt og ég geri þetta aldrei aftur og þetta var rosalega heimskulegt að gera þetta.“ Adolf fór heim af spítalanum eftir að gert hafði verið að sárum hans og ætlar að klára fríið í Denia með fjölskyldu sinni.
Erlent Tengdar fréttir Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Íslenskur karlmaður var stunginn af nauti í smábænum Denía á miðvikudaginn. 13. júlí 2018 14:38