Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Það er allt „geðbilað“ í París segir Friðrika um stemninguna. Vísir/Getty „Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
„Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00
Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47