Gómsætir Buffaló vængir hjá Sveppa og Pétri Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2018 13:26 Í síðasta þætti af Tveir á teini tóku Pétur og Sveppi fyrir fjölbreytta fuglarétti. Meðal þeirra voru grillaðir Buffalóvængir. Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur og eigandi Kopar var með þeim. Þegar kom að því að krydda vængina þá sagði Ylfa: „Sumir segja að less is more. Ég segi bara more is better.“ Uppskriftina að vængjunum sem drengirnir í Tveir á teini göldruðu fram má sjá hér að neðan. Innihald: Kjúklingavængir Franks Red Hot Ósaltað smjör Hlynsýróp Gráðostur Sýrður rjómi Krydd eftir smekk Byrjið á því að skila og þerra vængina. Ykkur er frjálst að skera þá í sundur á liðamótunum til þess að fá minni einingar, en við spöruðum okkur tíma með því að hafa þá heila. Kryddið vængina með ykkar uppáhalds þurr kryddum vel báðu megin. Ýmis tilbúin grillkrydd í staukum koma til greina en krydd pakkningar af taco eða fajita réttum virka líka vel og gefa gott bragð. Berið olíu á grillið svo vængirnir festast síður. Grillið vængina í sirka hálftíma eða uns tilbúnir. Á meðan vængirnir eru á grillinu þá sjóðið þið saman buffalóvængjasósuna í potti. Það er oft talið að Franks Red Hot sósan ásamt smjöri sé einkennissósan sem var á upprunalegu buffalóvængjunum frá Buffaló New York. Við betrum bætum hana aðeins með skvettu af hlynsýrópi. Þegar sósan sýður með hlynsýrópinu, þá verður hún klístraðri og gefur vængjunum frábæra áferð fyrir utan bragðið. Þegar vængirnir eru til, setið þá í skál og hellið sósunni yfir þá. Með þessu er tilvalið að bjóða upp á heimagerða gráðosta sósu. Setið heila dollu af sýrðum rjóma í skál og um það heila pakkningu af gráðost. Geymið kannski smá rönd eftir. Stappið þetta eins gróft eða fínt og þið viljið. Hellið svo smá skvettu af hlynsýrópi út í sósuna og hrærið saman. Njótið sem ferska ídýfu með vængjunum eða sellerí til að svala hitanum. Matur Tveir á teini Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Lambaskífurnar slógu í gegn hjá Sveppa og Pétri Í öðrum þætti af Tveir á teini á Stöð 2 fengu Pétur Jóhann og Sveppi Villa naglbít með sér í lið og grilluðu lambaskífur. 2. júlí 2018 14:30 Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Í síðasta þætti af Tveir á teini tóku Pétur og Sveppi fyrir fjölbreytta fuglarétti. Meðal þeirra voru grillaðir Buffalóvængir. Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur og eigandi Kopar var með þeim. Þegar kom að því að krydda vængina þá sagði Ylfa: „Sumir segja að less is more. Ég segi bara more is better.“ Uppskriftina að vængjunum sem drengirnir í Tveir á teini göldruðu fram má sjá hér að neðan. Innihald: Kjúklingavængir Franks Red Hot Ósaltað smjör Hlynsýróp Gráðostur Sýrður rjómi Krydd eftir smekk Byrjið á því að skila og þerra vængina. Ykkur er frjálst að skera þá í sundur á liðamótunum til þess að fá minni einingar, en við spöruðum okkur tíma með því að hafa þá heila. Kryddið vængina með ykkar uppáhalds þurr kryddum vel báðu megin. Ýmis tilbúin grillkrydd í staukum koma til greina en krydd pakkningar af taco eða fajita réttum virka líka vel og gefa gott bragð. Berið olíu á grillið svo vængirnir festast síður. Grillið vængina í sirka hálftíma eða uns tilbúnir. Á meðan vængirnir eru á grillinu þá sjóðið þið saman buffalóvængjasósuna í potti. Það er oft talið að Franks Red Hot sósan ásamt smjöri sé einkennissósan sem var á upprunalegu buffalóvængjunum frá Buffaló New York. Við betrum bætum hana aðeins með skvettu af hlynsýrópi. Þegar sósan sýður með hlynsýrópinu, þá verður hún klístraðri og gefur vængjunum frábæra áferð fyrir utan bragðið. Þegar vængirnir eru til, setið þá í skál og hellið sósunni yfir þá. Með þessu er tilvalið að bjóða upp á heimagerða gráðosta sósu. Setið heila dollu af sýrðum rjóma í skál og um það heila pakkningu af gráðost. Geymið kannski smá rönd eftir. Stappið þetta eins gróft eða fínt og þið viljið. Hellið svo smá skvettu af hlynsýrópi út í sósuna og hrærið saman. Njótið sem ferska ídýfu með vængjunum eða sellerí til að svala hitanum.
Matur Tveir á teini Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Lambaskífurnar slógu í gegn hjá Sveppa og Pétri Í öðrum þætti af Tveir á teini á Stöð 2 fengu Pétur Jóhann og Sveppi Villa naglbít með sér í lið og grilluðu lambaskífur. 2. júlí 2018 14:30 Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Sjá meira
Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14
Lambaskífurnar slógu í gegn hjá Sveppa og Pétri Í öðrum þætti af Tveir á teini á Stöð 2 fengu Pétur Jóhann og Sveppi Villa naglbít með sér í lið og grilluðu lambaskífur. 2. júlí 2018 14:30
Settu nautalund í sous-vide í sturtuklefanum Í fyrsta þættinum af Tveir á teini á Stöð 2 notuðu Pétur Jóhann og Sveppi blöndunartæki á baðherbergi og elduðu nautalund með brenndu smjöri. 25. júní 2018 16:30