Innlent

Frost í Dölunum í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Bóndinn Unnsteinn Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dalabyggð var að slá tún í Laxárdalnum í nótt þegar hann tók eftir því að frost var úti. Uppgötvun sinni deildi hann með fylgjendum sínum á Snapchat en frostið er markvert fyrir þær sakir að hitinn fór í um það bil fimmtán gráður í Dölum dag, samkvæmt umfjöllun Búðardalur.is.Unnsteinn mun hafa verið að slá við bæinn Svarfhól í Laxárdal um klukkan tvö í nótt þegar hann tók eftir því að tún sem hann var búinn að slá voru orðin héluð.Hér að neðan má sjá myndband af ævintýrum Unnsteins í nótt.Hægt er að finna Unnstein á Snapchat undir nafninu steinileidolf.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.