Innlent

Frost í Dölunum í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty

Bóndinn Unnsteinn Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dalabyggð var að slá tún í Laxárdalnum í nótt þegar hann tók eftir því að frost var úti. Uppgötvun sinni deildi hann með fylgjendum sínum á Snapchat en frostið er markvert fyrir þær sakir að hitinn fór í um það bil fimmtán gráður í Dölum dag, samkvæmt umfjöllun Búðardalur.is.

Unnsteinn mun hafa verið að slá við bæinn Svarfhól í Laxárdal um klukkan tvö í nótt þegar hann tók eftir því að tún sem hann var búinn að slá voru orðin héluð.

Hér að neðan má sjá myndband af ævintýrum Unnsteins í nótt.

Hægt er að finna Unnstein á Snapchat undir nafninu steinileidolf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.