Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Sighvatur Arnmundsson og Daníel Freyr Birkisson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Mótmælendur komu saman á Austurvelli í gær til stuðnings ljósmæðrum. Þeir hvöttu ríkisstjórnina til að vakna í málinu og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Það bætist ofan á það neyðarástand sem verið hefur á Landspítalanum frá því í byrjun mánaðarins þegar fjöldi uppsagna tók gildi. Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, segir að álagstoppur hafi verið í fæðingum í gær og staðan verði bara erfiðari. Þegar blaðið fór í prentun höfðu þrettán börn fæðst á Landspítalanum það sem af var degi. Á síðasta ári og fyrstu fimm mánuði þessa árs fæddust að meðaltali um átta börn á dag. Linda segir að sú neyðaráætlun sem verið hefur í gildi haldist áfram óbreytt. Hins vegar hafi verið unnið að því síðustu daga að fá túlkun á því hvað megi gera og hvað megi ekki gera þegar yfirvinnubannið hefur tekið gildi. „Það gilda ákveðnar reglur og ákveðnir verkferlar. Það er hægt að sækja um undanþágur samkvæmt sérstökum undanþágulista. Við höfum verið að slípa þetta til því við vildum hafa þetta í lagi,“ segir Linda. Hún segir að við þessa vinnu hafi verið haft samráð við lögfræðinga spítalans auk BHM. Fyrst og fremst væru þetta spurningar um vinnurétt. Niðurstöðurnar voru fyrst kynntar stjórnendum á spítalanum og öðru starfsfólki í framhaldi af því.Páll Matthíasson. forstjóri Landspítalans.VísirPáll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði í gær að útlit væri fyrir að spítalinn þyrfti að leita til undanþágunefndar strax á miðnætti, þegar yfirvinnubannið tók gildi. Páll bendir á að yfirvinnubannið taki til allra ljósmæðra, þannig að erfiðara verði að nýta úrræði á öðrum heilbrigðisstofnunum. „Róðurinn mun ábyggilega þyngjast verulega og það er mjög alvarlegt því þetta hefur gengið hingað til með miklum tilfæringum. En þegar þetta þyngist líst okkur ekki á blikuna,“ segir Páll. Boðað var til mótmæla gegn ríkisstjórninni á Austurvelli í gær á meðan fundur stóð yfir á Alþingi. Nokkur hundruð manns mættu til stuðnings ljósmæðrum og gáfu mótmælendur ríkisstjórninni meðal annars rauða spjaldið. Næsti samningafundur í deilunni verður að óbreyttu ekki fyrr en næstkomandi mánudag. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur þó sagt að hún muni flýta þeim fundi sé tilefni til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Gáfu ríkisstjórninni rauða spjaldið vegna ljósmæðradeilunnar Nokkur hundruð manns komu saman á Austurvelli klukkan 15 í dag til að mótmæla stöðunni sem upp er komin í kjaradeilu ljósmæðra. 17. júlí 2018 15:45
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32