Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 19:00 Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira