Brá þegar hann uppgötvaði að hann væri með sprengju í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 15:01 Sprengjan sem Leifur rak augun í. Mynd/Leifur Guðjónsson Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum. Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum.
Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25