Brá þegar hann uppgötvaði að hann væri með sprengju í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 15:01 Sprengjan sem Leifur rak augun í. Mynd/Leifur Guðjónsson Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum. Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Búið er að eyða sprengjunni sem fannst á Blikastaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Gröfumaðurinn sem hringdi sprengjuna inn telur að hún komi úr Faxaflóa. Leifur Guðjónsson var við gröfuvinnu við endurnýjun lagna í Baugshlíð og hafði hann nýtekið á móti malarsendingu þegar hann rak augun í járnstykki í malarhrúgunni. „Ég byrja að moka og sé einhvern rörbút. Ég fer og tek þetta upp með höndunum og þá er þetta bara sprengja,“ segir Leifur í samtali við Vísi sem kveðst aðspurður hafa verið brugðið.Leifur Guðjónsson var sá sem hringdi sprengjuna inn.Vísir/BaldurLeifur segir að hann hafi lagt sprengjuna ofurvarlega frá sér eftir að hafa áttað sig á því hvað hann væri með höndunum. Því næst hringdi hann í lögregluna og gætti þess að tiltaka að hann hefði fundið sprengju, í stað þess að segja að hann væri með sprengju. Mölin kom frá Björgun og telur Leifur víst að sprengjan hafi komið úr Faxaflóa þar sem allar líkur eru á að hún hafi dvalið frá seinni heimsstyrjöldinni um miðbik síðustu aldar.„Henni hefur verið dælt upp úr Faxaflóa. Henni hefur verið dælt upp í gegnum skip og hún hefur farið í gegnum þvott,“ segir Leifur. „Það er ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni.“Lögregla og sprengjusveitin eru nú að förum á vettvangi og segir Leifur að hann muni bara halda áfram að vinna, enda ekkert annað í stöðunni. Allt hafi farið vel.„Vonum að það sé ekki fleiri sprengjur hérna,“ segir Leifur að lokum.
Tengdar fréttir Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aftengja sprengju í Mosfellsbæ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. 18. júlí 2018 14:25