Innlent

„Harmar að heim­sókn danska þing­for­setans hafi verið notuð til að varpa skugga á há­tíðar­höldin“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. Vísir/Valli

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að hann hafi um nokkurra mánaða skeið staðið að undirbúningi hátíðarfundarins sem haldinn var í gær og rætt undirbúninginn jöfnum höndum við forsætisnefnd og formenn þingflokkanna.

Þetta segir Steingrímur, í fréttatilkynningu, þrátt fyrir að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sem báðir eiga sæti í forsætisnefnd, haldi því fram að forsætisnefnd hafi ekki verið kunnugt um að Piu Kjærsgaard hefði verið boðið að ávarpa hátíðarfundinn. Það hafi ekki verið fyrr en á þriðjudaginn sem Steingrímur hafi tilkynnt nefndinni um dagskrána.

Sjá nánar: Vilja vita meira um ákvörðunarferlið 

Steingrímur segir að það hafi þótt sjálfsagt frá byrjun að forseti danska þingsins yrði í sérstöku hlutverki á hátíðarfundinum. Því hafi þingforsetanum verið boðið til landsins.

„Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin og leyfir sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Pia í skýjunum með Íslandsferðina

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga.

Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi

Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.