Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 12:52 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum í gær. fréttablaðið/anton brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2. Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2.
Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44