Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 10:15 Á annan tug ljósmæðra kvöddu ljósmæðrastarfið í gær. Skjáskot/Facebook Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30