Farþegar Primera Air þurfa að dvelja á flugvellinum í Alicante í alla nótt: „Ógurlega döpur vinnubrögð“ Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2018 23:10 Eiríkur Finnur Greipsson er í Alicante. Fréttablaðið/Hörður Sveinsson Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Flugfarþeginn Eiríkur Finnur Greipsson segir vinnubrögð Primera Air vera „ógurlega döpur“, en hann er einn þeirra sem fastur er á flugvellinum í Alicante þar sem hann bíður eftir að komast heim til Íslands. Mikil seinkun er á vélinni og sjá nú fjölmargir Íslendingar fram á að dvelja í flugstöðinni í alla nótt. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vélin að fara í loftið klukkan 9 í fyrramálið. „Þeir voru að tilkynna um enn eina seinkunina. Nú eigum við að fara í loftið klukkan 9 ef það stenst þá. Allt er að loka hérna í flugstöðinni og rafmagnið er að klárast í símanum.“ Eiríkur segir stöðuna afar bagalega. Vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 1:05 í nótt en klukkan 14 í dag hafi verið tilkynnt að brottför seinkaði til klukkan 4. „Við innritun í kvöld var svo tilkynnt um seinkun brottfarar til klukkan 7 og svo aftur til klukkan 9. Það þýðir samt ekkert að hengja haus. Við komumst heim að lokum. Það er minna mál með okkur fullorðna en, ég hef meiri áhyggjur af fólkinu sem er með börn hérna.“ Hann segir að farþegar hafi fengið miða sem þeir áttu að geta notað sem 20 evru greiðslu á nokkrum veitingastöðum í flugstöðinni. Vandinn hafi hins vegar verið að „flestir staðirnir séu lokaðir eða að loka. Einn þeirra var svo útlítandi eins og Heljarslóðarorrusta hafi verið háð þar núna síðdegis,“ segir Eiríkur.Föst í vél Primera á Mallorca Einnig hafa verið sagðar fréttir af því í kvöld að farþegar sama flugfélags hafi setið fastir í vélinni á flugvellinum á Mallorca þar sem þeir biðu þess að hún taki á loft. Þeirri vél var frestað um rúma tíu tíma hið minnsta í dag. Hún tók loks á loft skömmu fyrir klukkan 23 að staðartíma. Mikil seinkun var einnig á flugi flugfélagsins frá Tenerife til Keflavíkur í gær.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Sitja föst í vél Primera Air Flugi Primera Air frá Mallorca til Keflavíkur hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. 1. júlí 2018 22:09