Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2018 20:00 Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð." Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð."
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira