Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2018 20:00 Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð." Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. Með lagabreytingu sem tók gildi 1. júlí í fyrra fluttist ákvörðunarvald um laun forstjóra nokkurra ríkisfyrirtækja frá kjararáði til stjórna þeirra. Í kjölfarið voru til dæmis laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuð um 58%, laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 56% og laun forstjóra Isavia voru hækkuð um 36%. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þróunina mikið áhyggjuefni. „Ég hjó eftir því að fjármálaráðherra hefur beðið stjórnir þessara fyrirtækja um skýringar og eftir því hlýtur að vera gengið, enda er þetta grafalvarlegt mál," segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Landsvirkjun hefur vísað til þess að með þessu hafi laun forstjóra verið leiðrétt eftir launalækkun sem hann tók á sig árið 2010. Landsbankinn vísar til launa annarra bankastjóra sem eru töluvert hærri en í svari við fyrirspurn segir að launin þurfi að vera samkeppnishæf. Engin svör fengust frá Isavia. Halldór þetta slæmt innlegg í kjarviðræður sem framundan eru. „Línan hefur verið ósköp skýr. Hér hafa aðilar á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnvöld verið að markaákveðna launastefnu og það er mikilvægt að henni sé fylgt eftir. Þar með talið á þessum vettvangi." Launaskriðið er víðar í efstu lögum ríkisins því kjararáð, sem hætti störfum um mánaðarmótin, tilkynnti í gær forstöðumönnum 48 ríkisstofnana um launahækkanir sem nema að meðaltali um 11 prósentum. Þingmaður Vinstri grænna segir launaákvarðanir hjá ríkisfyrirtækjum þurfa að fylgja almennri launaþróun. „Ég hefði nú ekki haldið að það væri ekki forgangsmál að hækka þá sem hæstu launin hafa. Heldur akkúrat að snúa sér að hinum endanum, og hækka þá sem lægstu launin hafa," segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Hann muni beita sér fyrir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína. „Og hvort að inni í henni ætti ekki að vera starfskjarastefna sem beinlínis kveður á um að laun æðstu stjórnenda fylgi bara almennri launaþróun," segir Kolbeinn. „Ég mun liggja á mínu liði og tala fyrir þessu. Það er mín skoðun að ríkið sem eigandi beri ábyrgð."
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum