Árangur Englands á HM orðinn óvæntur höfuðverkur fyrir forsætisráðherrann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2018 20:44 Charles Michel, forsætisráðherra Belga, afhentu Theresu May belgísku landsliðstreyjuna á dögunum. Svo gæti farið að England og Belgía mætist í úrslitum HM. Vísir/Getty Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May. HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira
Ákvörðun Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að sniðganga heimsmeistaramótið er orðin að pólítísku sjálfsmarki fyrir ráðherrann vegna árangur Englands á mótinu, að mati blaðamanns Bloomberg. England komst sem kunnugt er áfram í átta-liða úrslit mótsins með sigri gegn Kólombíu í vítaspyrnukeppni í gær. Í frétt Bloomberg um málið segir að undir venjulegum kringumstæðum myndi hvaða breski leiðtogi sem er stökkva til og baða sig í sviðsljósinu í kjölfar sigursins. En fyrir May er það ekki möguleiki, ekki nóg með það að hún hafi takmarkaðan áhuga á knattspyrnu, þá ákvað hún að enginn breskur ráðherra né meðlimur konungsfjölskyldunnar yrði viðstaddur mótið vegna taugaeitursárásarinnar í Salisbury fyrr á árinu. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa skipulagt árásina. Þrýstingur á May er mikill heimafyrir, ekki síst vegna Brexit en einnig er von á Donald Trump í heimsókn til Bretlands auk þess sem að framundan er leiðtogafundur NATO-ríkjanna þar sem búist er við átakafundi vegna krafa Trump um að önnur ríki Nato greiði meira til bandalagsins. Því hafi það verið kjörið tækifæri fyrir May að skella sér til Rússlands á HM til þess að baða sig í árangri landsliðsins sem mætir Svíþjóð í átta-liða úrslitum og eygir von á fyrsta heimsmeistaratitli Englands frá árinu 1966. Ráðuneyti May hefur staðfest að forsætisráðherrann muni halda sig heima þrátt fyrir árangur Englands. Í frétt Bloomberg kemur hins vegar fram að það sé óvæntur höfuðverkur fyrir hana að á sama tíma og hún muni ekki fara til Rússlands hafi Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, gefið það út að hann sé óbundinn af ákvörðun May um að ráðherrar heimsæki ekki Rússland, og því frjáls til þess að næla sér í pólitísk stig á kostnað May.
HM 2018 í Rússlandi NATO Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Sjá meira