Innlent

Varað við hviðum á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun eflaust blása um Djúpavog í dag.
Það mun eflaust blása um Djúpavog í dag.

Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. Á það jafnt við um norðausturhornið, Austurland sem og undir Vatnajökli. Vindhraðinn verður líklega á bilinu 10 til 18 m/s og getur hann farið yfir 25 m/s í hviðum.

Sjá einnig: Sést „loksins“ til sólar í höfuðborginni.

Þá má jafnframt búast við töluverðri rigning á Norðausturlandi, eins og greint var frá í morgun. Akstursskilyrði fyrir ökutæki með aftanívagna sem og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind geta því verið varasöm.

Vegagerðin mun jafnframt vinna að vegaframkvæmdum í dag, sem gætu valdið lítilsháttar umferðartöfum. Má þar nefna malbikun Reykjanesbrautar í Kópavogi og á Hafnarfjarðarvegi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum verði lokið um klukkan 19.


Tengdar fréttir

Sést „loksins“ til sólar

Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.