Innlent

Varað við hviðum á Austurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun eflaust blása um Djúpavog í dag.
Það mun eflaust blása um Djúpavog í dag.
Veðurstofan og Vegagerðin vara við vindhviðum á austurhluta landsins í dag. Á það jafnt við um norðausturhornið, Austurland sem og undir Vatnajökli. Vindhraðinn verður líklega á bilinu 10 til 18 m/s og getur hann farið yfir 25 m/s í hviðum.

Sjá einnig: Sést „loksins“ til sólar í höfuðborginni.

Þá má jafnframt búast við töluverðri rigning á Norðausturlandi, eins og greint var frá í morgun. Akstursskilyrði fyrir ökutæki með aftanívagna sem og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind geta því verið varasöm.

Vegagerðin mun jafnframt vinna að vegaframkvæmdum í dag, sem gætu valdið lítilsháttar umferðartöfum. Má þar nefna malbikun Reykjanesbrautar í Kópavogi og á Hafnarfjarðarvegi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum verði lokið um klukkan 19.


Tengdar fréttir

Sést „loksins“ til sólar

Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×