Innlent

Sést „loksins“ til sólar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þessi ættu að geta skilið regnhlífina eftir heima í dag.
Þessi ættu að geta skilið regnhlífina eftir heima í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Eftir rigningu á suðvesturhorninu og sólargeisla á Norðausturlandi virðist taflið ætla að snúast við í dag.

Spákort Veðurstofunnar bera með sér að það muni rigna okkuð hraustlega sums staðar á norðan- og austanverðu landinum, einkum við ströndina. Þá er líka útlit fyrir hvassa norðvestanátt og snarpar vindhviður á svæðinu.

Hins vegar léttir víða til á suður- og vesturhluta landsins með deginum - „og ætti að sjást til sólar loksins,“ eins og það er orðað á vef Veðurstofunnar. Hitinn ætti almennt að vera á bilinu 8 til 15 stig í dag. Þrátt fyrir sól á Suðvesturlandi er búist við að hlýjast verði á suðausturhorninu, til að mynda í Skaftafelli.

Lægðin mun svo fjarlægjast landið á morgun og mun þá létta til og hlýna um landið austanvert. Vestantil mun þó aftur þykkna upp og fylgir því væta síðdegis á morgun. Það er svo útlit fyrir skúri á landinu á laugardag, einkum þó á vesturhorninu og á sunnudag gengur næsta lægð yfir landið. Hún er þó ekki alslæmt að sögn Veðurstofunnar því henni mun fylgja aðeins hlýrra loft.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Vestlæg átt, 5-10 en hægari vestantil. Styttir upp norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustantil.

Á laugardag:

Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, skúrir í flestum landshlutum. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag:
Hægt vaxandi suðvestanátt með rigningu um suðvestan og vestanvert landið en bjartviðri austantil. Hlýnar í veðri og hiti allt að 18 stig austast.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með rigningu eða skúrum S- og V-lands en bjartviðri austanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast um landið NA-vert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.