Hannes þarf nú að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 13:00 Hannes Þór Halldórsson. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eltir nú drauma sína um að spila í Meistaradeildinni í fótbolta en hann samdi í vikunni við aserska félagið Qarabag. Fyrir vikið þarf Hannes að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót. Það vakti mikla athygli fyrir HM í Rússlandi þegar Hannes leikstýrði frábærri HM-auglýsingu Coca-Cola þar sem honum tókst á skemmtilegan hátt að tengja saman hinar fjölmörgu hliðar íslenska HM-ævintýrisins. Hannes var í viðtali í Bítinu í gær og þar var hann spurður hvort nýi samningur hans við Qarabag hafa einhver áhrif fyrir leikstjórann Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kannski aðeins flækir þau mál enda lengra að fljúga í allt saman,“ sagði Hannes í Bítinu á Bylgjunni en hann og fjölskylda hans munu búa í Bakú við Kaspíahafið. En mun Hannes fá einhver tilboð um að leikstýra nú þegar hann er fluttur til Aserbaídsjan? „Við verðum að sjá til hvað setur í því. Ef ekki þá bíður það bara þangað til að við komum heim,“ sagði Hannes. Hann var ánægður með auglýsinguna og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð við henni. „Það var hrikalega gaman að setjast aftur í þennan leikstjórastól og takast á við svona stórt og mikið auglýsingaverkefni. Ég gat ekki beðið eftir því að koma heim í tökur eftir mikinn undirbúning,“ sagði Hannes um Coca cola auglýsinguna. „Ég fann það alveg að þessi ástríða er ennþá til staðar og ég hlakka bara til að geta snúið mér að þessu þegar fótboltinn er búinn. Það verðu ekki alveg strax, ég ætla að einbeita mér að fótboltanum í nokkur ár í viðbót og síðan tekur hitt við,“ sagði Hannes. Hannes er 34 ára gamall og ætti því að eiga mörg góð ár eftir í boltanum. Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eltir nú drauma sína um að spila í Meistaradeildinni í fótbolta en hann samdi í vikunni við aserska félagið Qarabag. Fyrir vikið þarf Hannes að geyma leikstjóradrauma sína í nokkur ár í viðbót. Það vakti mikla athygli fyrir HM í Rússlandi þegar Hannes leikstýrði frábærri HM-auglýsingu Coca-Cola þar sem honum tókst á skemmtilegan hátt að tengja saman hinar fjölmörgu hliðar íslenska HM-ævintýrisins. Hannes var í viðtali í Bítinu í gær og þar var hann spurður hvort nýi samningur hans við Qarabag hafa einhver áhrif fyrir leikstjórann Hannes Þór Halldórsson. „Þetta kannski aðeins flækir þau mál enda lengra að fljúga í allt saman,“ sagði Hannes í Bítinu á Bylgjunni en hann og fjölskylda hans munu búa í Bakú við Kaspíahafið. En mun Hannes fá einhver tilboð um að leikstýra nú þegar hann er fluttur til Aserbaídsjan? „Við verðum að sjá til hvað setur í því. Ef ekki þá bíður það bara þangað til að við komum heim,“ sagði Hannes. Hann var ánægður með auglýsinguna og fékk líka mjög jákvæð viðbrögð við henni. „Það var hrikalega gaman að setjast aftur í þennan leikstjórastól og takast á við svona stórt og mikið auglýsingaverkefni. Ég gat ekki beðið eftir því að koma heim í tökur eftir mikinn undirbúning,“ sagði Hannes um Coca cola auglýsinguna. „Ég fann það alveg að þessi ástríða er ennþá til staðar og ég hlakka bara til að geta snúið mér að þessu þegar fótboltinn er búinn. Það verðu ekki alveg strax, ég ætla að einbeita mér að fótboltanum í nokkur ár í viðbót og síðan tekur hitt við,“ sagði Hannes. Hannes er 34 ára gamall og ætti því að eiga mörg góð ár eftir í boltanum.
Fótbolti Tengdar fréttir Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00
Sumarmessan: „Held að ástæðan sé ekki skemmtilegt land eða frábær deild“ Strákarnir í Sumarmessunni ræddu í gær um félagsskipti landsliðsmarkvarðarins, Hannes Þórs Haldórssonar, til Qarabag í Aserbaídsjan. 4. júlí 2018 16:00