Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2018 19:17 Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson
Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45