Fótbolti

Stutt stopp í Barcelona og farinn aftur til Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paulinho í leik með Barcelona á síðustu leiktíð.
Paulinho í leik með Barcelona á síðustu leiktíð. vísir/getty
Brasilíski miðjumaðurinn, Paulinho, er farinn aftur til Kína og hefur gengið í raðir Guangzhou Evergrande. Þetta staðfesta þeir á heimasíðu sinni.

Þessi 29 ára gamli miðjumaður mun snúa aftur til Guangzhou á láni eftir að hafa leikið með Barcelona á síðustu leiktíð.

Vistaskipti Paulinho frá Kína til Barcelona vöktu athygli en hann stóð sig vel. Hann spilaði 34 leiki og skoraði níu mörk er Barcelona varð Spánarmeistari.

Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Brasilíu á HM og skoraði þar eitt mark en það skoraði hann í 2-0 sigrinum á Serbíu í riðlakeppninni. Brasilía datt svo út fyrir Belgíu.

Paulinho er því farinn aftur í peningana í Guangzhou en hann spilaði 63 leiki með liðinu á árunum 2015 til 2017. Hann kom til Guangzhou frá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×