Útsláttarkeppnin hefst með tveimur stórleikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki sínu. Vísir/Getty Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Útsláttarkeppnin á HM í fótbolta hefst í dag með tveimur leikjum. Í Kazan mætast Frakkland og Argentína og í Sotsjí eigast Úrúgvæ og Portúgal við. Þrátt fyrir að vera að fastagestir á HM og hafa unnið samtals þrjá heimsmeistaratitla er leikurinn í Kazan aðeins þriðji leikur Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramóti frá upphafi. Argentínumenn unnu leiki liðanna 1930 og 1978. Frá tapinu fyrir Argentínu á HM fyrir 40 árum hefur Frakkland ekki tapað fyrir þjóð frá Suður-Ameríku á HM. Hvorugt liðanna sýndi sínar bestu hliðar í riðlakeppninni. Frakkar áttu þó ekki í neinum vandræðum með að komast áfram, öfugt við Argentínumenn sem tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum þökk sé marki Marcos Rojo fjórum mínútum fyrir leikslok gegn Nígeríu. Úrúgvæ er eina liðið sem vann alla sína leiki í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Portúgal fékk á sig mark í uppbótartíma gegn Íran sem kom í veg fyrir að liðið ynni B-riðilinn. Evrópumeistararnir sluppu hins vegar vel þegar Mehdi Taremi klúðraði dauðafæri fyrir Írana eftir jöfnunarmarkið. Hefði hann skorað hefðu Portúgalar fallið úr leik. Cristiano Ronaldo skoraði fjögur mörk í riðlakeppninni og er næstmarkahæsti leikmaður HM á eftir Harry Kane. Hann á hins vegar enn eftir að skora í útsláttarkeppni á HM og vonast til að bæta úr því í Sotsjí. Það verður þó enginn hægðarleikur gegn harðskeyttri vörn Úrúgvæ. Á morgun halda 16-liða úrslitin áfram. Þá mætast Spánn og Rússland í Moskvu og Króatía og Danmörk í Nízhníj Novgorod. Rússar unnu fyrstu tvo leiki sína á HM með markatölunni 8-1 en var skellt harkalega niður á jörðina af Úrúgvæjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Heimaliðið þarf að eiga fullkominn leik gegn Spánverjum til að komast áfram. Króatía vann alla sína leiki í riðlakeppninni og var mjög sannfærandi. Lykilmenn liðsins mæta ferskir til leiks eftir að hafa fengið hvíld gegn Íslendingum á þriðjudaginn. Danir spiluðu þéttan varnarleik í riðlakeppninni og eina markið sem þeir fengu á sig kom úr vítaspyrnu. Þeir eru komnir í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn síðan 2002 en Króatar hafa ekki komist svona langt síðan 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira