„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna vonar að Katrín Jakobsdóttir taki fyrir hvalveiðar. Úr einkasafni/Birkir Steinn Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“ Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Á sunnudaginn ætla Vegan samtökin hér á landi að koma saman fyrir framan Alþingi og mótmæla hvalveiðum. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar verði mótmælt þessum „grimmu og ónauðsynlegu drápum“ á hvölum í íslenskri lögsögu. „Við erum að fara að mótmæla hvalveiðum og ástæðan fyrir því er að það eru hrottalegar aðferðir sem eru notaðar við veiðarnar á þessum hvölum. Það eru margar ástæður sem er hægt að nota til þess að hætta,“ segir Birkir Steinn Erlingsson formaður Vegan samtakanna í samtali við Vísi. „Þessi tegund af hvölum er í útrýmingarhættu víðs vegar í heiminum. Hvalir eru náttúrulega bara tilfinningaverur eins og við. Mér finnst það vera aðalástæðan fyrir því að við ættum ekki að vera að veiða þá því að það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja.“Vonar að forsætisráðherra taki málið fyrir Birkir bendir á að í samfélaginu hafi fólk aðra valkosti og hvalveiðar séu því ekki nauðsynlegar. „Við höfum ekkert að gera við þetta. Við höfum aðra valkosti til að borða og þetta er ekki að skapa það mikið af vinnu að samfélagið fari á hausinn við að hætta þessu. Meiriparturinn af heiminum er á móti þessu og það er verið að skrifa greinar um þetta úti um allt, hvað það sé skrítið að við séum að byrja á þessu aftur. Með mótmælunum viljum við standa saman gegn þessu óréttlæti gegn þessum hvölum sem eru dýr eins og við.“ Hann er bjartsýnn á að mótmælin fái athygli og nái til einhvers sem getur haft áhrif á þessi mál. „Við erum að halda þessu máli vakandi og vonumst til þess að Katrín Jakobsdóttir taki þetta fyrir því það er á stefnuskrá Vinstri grænna að hætta hvalveiðum.“Frá eldri mótmælum.Facebook/Stop Whaling in IcelandErfitt að fylgjast með skipunum Mótmælin verða á Austurvelli frá klukkan 11 til 13 en nú þegar hafa margir sýnt viðburðinum áhuga á Facebook. https://www.facebook.com/events/386302151878893/„Verið er að drepa Hrefnur og Langreyðar núna í kringum Ísland. Við biðjum ykkur um að vera með okkur og krefjast fullrar verndar á þessum mögnuðu dýrum sem færa hundruði þúsunda manna gleði og hrifningu á hverju ári. Við þurfum að fagna hvölum en ekki að drepa þá. Endilega takið þátt og hjálpið okkur að búa til framtíð þar sem hvalir geta synt við Íslands strendur í friði,“ segir í tilkynningu um mótmælin. Birkir segir að erfitt sé að skipuleggja mótmæli í Hvalfirði þar sem skipin koma með hvalina. „Þeir slökktu á staðsetningarbúnaðinum sem hægt er að fylgjast með á netinu svo það er ekkert hægt að fylgjast með þeim. Við vitum það bara með klukkutíma fyrirvara, kannski, ef við erum að fylgjast með í firðinum.“
Tengdar fréttir Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15 Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Fyrsta langreiður sumarsins dregin á land Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn. 22. júní 2018 19:15
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Skiptar skoðanir hjá landsmönnum á hvalveiðum Ef marka má könnun MMR á afstöðu Íslendinga til hvalveiða eru skiptar skoðanir á meðal þjóðarinnar hvort að Íslendingar eigi að hefja hvalveiðar á ný. 29. maí 2018 14:31