Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2018 23:37 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og forvera Kristjáns Þórs í ráðherraembættinu, sem birt var á vef þingsins fyrr í dag. Í svarinu segir ráðherra að hvalveiðistefnan byggist á meginreglunni um sjálfbæra nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar, sem sé mikilvæg meginregla varðandi bæði umhverfisvernd og nýtingu lifandi auðlinda. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svarinu.Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða könnuð Þorgerður Katrín spurði einnig hvort ráðherra hafi kannað möguleikann á að afturkalla leyfi Hvals hf til veiða á langreyði í sumar, að teknu tilliti til heildarhagsmuna landsins og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum. Ráðherra segir að ekki séu uppi þannig aðstæður að heimilt sé að lögum að takmarka veiðar á langreyði þannig að þær verði óheimilar á yfirstandandi ári. Þá segir einnig í svari ráðherra að hvorki sé tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa hvalveiða Íslendinga. Hafi ráðherra beðið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að skoða þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en slík skýrsla var síðast unnin af stofnuninni árið 2010.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira