Formennirnir ræddu breytingar á fimm ákvæðum stjórnarskrárinnar Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 30. júní 2018 13:51 Formennirnir ræddu breytingarnar á Þingvöllum. Fréttablaðið/ERNIR Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30