Lífið

Beckham röltir um miðborg Reykjavíkur

Bergþór Másson skrifar
David Beckham í Norðurá og í Hörpu
David Beckham í Norðurá og í Hörpu Vísir
David Beckham, sem kom til Íslands í gær, gekk um stræti Reykjavíkurborgar í dag. Meðal annars heimsótti hann Hörpu og birti myndir af heimsókn sinni þangað á Instagram-síðu sinni.

Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hefur David Beckham verið í veiði í Norðurá ásamt viðskiptamanninum íslenska, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og breska kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.

Beckham sást á rölti í Reykjavík í dag og sat hér fyrir á sjálfsmynd starfsmanns City Walk.

 
David Beckham enjoying #citywalk #reykjavik #iceland He knows what's #1 on TripAdvisor!

A post shared by City Walk (@citywalkreykjavik) on Jun 30, 2018 at 6:59am PDT

Beckham birti mynd af listasýningu Daniel Lismore sem er sýnd í Hörpu sem hluti af Listahátið í Reykjavík 2018.

Mynd tekin úr Instagram sögu Beckhams.Skjáskot / Instagram
Einnig birti hann móðuga mynd af brjóstmynd fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni.

Mynd tekin úr Instagram sögu Beckhams.Skjáskot / Instagram

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.