Lífið

Beckham röltir um miðborg Reykjavíkur

Bergþór Másson skrifar
David Beckham í Norðurá og í Hörpu
David Beckham í Norðurá og í Hörpu Vísir

David Beckham, sem kom til Íslands í gær, gekk um stræti Reykjavíkurborgar í dag. Meðal annars heimsótti hann Hörpu og birti myndir af heimsókn sinni þangað á Instagram-síðu sinni.

Eins og fjallað hefur verið um á Vísi hefur David Beckham verið í veiði í Norðurá ásamt viðskiptamanninum íslenska, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og breska kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.

Beckham sást á rölti í Reykjavík í dag og sat hér fyrir á sjálfsmynd starfsmanns City Walk.

 
David Beckham enjoying #citywalk #reykjavik #iceland He knows what's #1 on TripAdvisor!
A post shared by City Walk (@citywalkreykjavik) on

Beckham birti mynd af listasýningu Daniel Lismore sem er sýnd í Hörpu sem hluti af Listahátið í Reykjavík 2018.

Mynd tekin úr Instagram sögu Beckhams. Skjáskot / Instagram

Einnig birti hann móðuga mynd af brjóstmynd fyrrverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni.

Mynd tekin úr Instagram sögu Beckhams. Skjáskot / Instagram

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.