Lífið

Guy Ritchie veiðifélagi Beckhams og Björgólfs í Norðurá

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vel fer á með veiðifélögunum
Vel fer á með veiðifélögunum Vísir
Breski leikstjórinn Guy Ritchie er í för með David Beckham hér á landi. Félagarnir eru við veiðar í Norðurá og virðast skemmta sér vel.

Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag lýsti Beckham yfir ást sinni á Íslandi en hann skrásetur ferðalagið vel á Instagram. Þar má sjá að Björgólfur Thor Björgólfsson er einnig með þeim félögunum og á einni mynd skrifar Beckham að Ritchie og Björgólfur hafi skellt sér í rómantískan göngutúr á árbökum Norðurár.

Ritchie er helst þekktur fyrir harðsoðnar glæpamyndir á borð við Snatch og RocknRolla en hann hefur einnig leikstýrt myndunum um Sherlock Holmes sem skarta Robert Downey Jr. og Jude Law í aðalhlutverkum. Þá var hann eitt sinn giftur poppdívunni Madonnu.

Fylgjast má með ævintýrum Beckham og félaga hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.