„Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 23:09 Pascal Atuma segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann: "Allavega núna.“ Vísir/Vilhelm Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Leikarinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Pascal Atuma frá Nígeríu er sannfærður um að Nígería muni sigra Ísland í leik liðanna í D-riðli HM í Rússlandi á föstudaginn. „Ég er 100% viss um að Nígería sigri Ísland,“ sagði Pascal þegar blaðamaður hitti á hann á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd í kvöld. Sömu sögu var að segja af öðrum nígerískum stuðningsmönnum. Þeir eru kokhraustir fyrir leikinn. Pascal býr í Kanada en er grjótharður stuðningsmaður þeirra grænklæddu, The Super Eagles, eins og nígeríska liðið er kallað. Ofurernirnir myndi það líklega heita á okkar ylhýra. „Ég er mikill aðdáandi og fylgdi liðinu líka til Brasilíu fyrir fjórum árum,“ segir Pascal. Þá kom upp ósætti hjá Nígeríumönnum vegna peningagreiðslna frá knattpsyrnusambandinu og gekk illa hjá liðinu. Spánverjar á stuðningsmannasvæðinu í Volgograd gátu fagnað 1-0 sigri á Íran í kvöld.Vísir/VilhelmEn hann er bjartsýnn á gengi liðsins í Rússlandi. „Við erum ekki sömu mistökin og á móti Króatíu,“ segir Pascal. Simeon Tochukwu Nwankwo, framherji Crotone í ítölsku b-deildinni, og Kelechi Iheanacho, framherji Leicester, þurfi að byrja gegn Íslandi. Vantað hafi upp á sóknarleikinn gegn Króatíu. „Ég horfði á leikinn hjá Íslandi og liðið er mjög vel skipulagt í varnarleiknum. Nígería þarf að brjóta þá niður,“ segir Pascal. Til þess þarf að planta fyrrnefndum framherjum í byrjunarliðið.Stuðningsmannasvæðið í Volgograd er þægilegt. Stór skjár við endan á löngum tröpppum þar sem nóg var af sætum í kvöld.Vísir/VilhelmÚrslitin verða 2-1 í jöfnum leik en Pascal telur miklu máli skipta að allt sé undir hjá Nígeríu. „Nígera er með bakið upp við vegg. Sigur eða farðu heim,“ segir Pascal. Detti Nígería út og Ísland kemst áfram er hann ekki líklegur til að hoppa á Íslandsvagninn. „Þá hoppa ég á Ronaldo vagninn,“ segir Pascal og lýsir þeim portúgalska, gæðum hans og einbeitingu, í þaula. „Ef Ronaldo væri franskur, spænskur eða þýskur þá yrði sú þjóð heimsmeistari.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48 Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00 Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Veiðiklúbburinn Óli alls staðar er mættur til Volgograd en sakna átta félaga. 20. júní 2018 22:48
Íslenska landsliðið til Volgograd í dag með nóg af skordýrafælu í för Íslenska landsliðið er á faraldsfæti í dag. 20. júní 2018 06:00
Strákarnir komnir á flugulausan flugvöll í Volgograd Íslenska landsliðið er lent í Volgograd þar sem liðið mætir Nígeríu á föstudag. Flugulaust loft tók á móti liðinu á flugvellinum. 20. júní 2018 16:19