Fótbolti

Kluivert yngri mættur til Rómar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Floginn úr hreiðrinu
Floginn úr hreiðrinu vísir/getty

Ítalska úrvalsdeildarliðið Roma hefur gengið frá kaupum á hollenska kantmanninum. Justin Kluivert sem kemur til ítalska liðsins frá Ajax.

Kluivert á ekki langt að sækja hæfileikana líkt og nafnið gefur til kynna en karl faðir hans er enginn annar en Patrick Kluivert sem átti farsælan feril með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Newcastle. Þá var hann um tíma markahæsti leikmaður Hollands þar til að Klaas Jan-Huntelaar og Robin van Persie fóru upp fyrir hann.

Justin þykir afar efnilegur og hefur þegar leikið sinn fyrsta A-landsleik þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára gamall. Hann gerir fimm ára samning við AS Roma en félagið festi einnig kaup á markverðinum Antonio Mirante í dag.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.