Móðir jörð sýknuð vegna útlendra sjálfboðaliða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2018 11:10 Úr Vallanesi Fréttablaðið/Valgarður Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Fyrirtækið Móðir jörð og eigandi þess hefur verið sýknað af ákæru um brot á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Bandarískir sjálfboðaliðar voru við störf hjá fyrirtækinu um skeið sumarið 2016. Dómari hnýtir í lögregluna á Austurlandi vegna rannsóknar málsins. Málið má rekja til þess að stéttarfélagið AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra heimsóttu Móðir jörð í Vallarnesi á Héraði þann 9. júní 2016 til þess að kanna skráningu starfsmanna og ráðningarkjör þeirra. Á staðnum voru nokkrir sjálfboðaliðar auk launaðra starfsmanna. Sjálfboðaliðarnir, þrír bandarískir ríkisborgar, voru á vegum samtakanna World Wide Opportunities in Organic Farms (WWOOF) sem vinna að því að efla kunnáttu og þekkingu á lífrænum landbúnaði. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en stéttarfélagið birti frétt á heimasíðu sinni um heimsóknina. Persónuvernd úrskurðaði nýlega að myndbirting stéttarfélagsins í fréttinni af starfsmönnum og sjálfboðaliðum hafi verið óheimiil.Fyrirtækið fullmannað launuðum starfsmönnum Vinnumálastofnun kallaði til lögreglu sem kom á staðinn og tók skýrslu af eiganda fyrirtækisins, sem og sjálfboðaliðunum. Ákæra var gefin út í málinu á síðasta ári þar sem fyrirtækinu og eigandanum var gert að sök að hafa nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna án þess að þau hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi.Fyrir þetta þvertók eigandi fyrirtækisins í skýrslu fyrir dómi. Sagði hann að félagið hafi verið fullmannað með launuðu starfsfólki og að sjálfboðaliðarnir hefðu verið viðbót við reksturinn, sem í raun hafi verið íþyngjandi fyrir félagið, enda skilaði viðvera þeirra engum fjárhagslegum ávininngi fyrir Móðir jörð. Gögn rannsakanda málsins „harla takmörkuð“ Í dómi Héraðsdóms segir að við alla meðferð málsins hafi eigandinn gert ítarlega grein fyrir dvöl sjálfboðaliðnna auk þess sem að lögfræðingur hans hafi lagt fram fjölda gagna um rekstur búsins sem og starfsemi WWOOF-samtakanna.Þá segir einnig að gögn lögreglunnar vegna málsins, utan frumskýrslu og yfirheyrsluskýrslu eigandans, séu að áliti dómsins „harla takmörkuð“.Ljóst sé að sjálfboðaliðarnir hafi haft frumkvæði að komu og dvöl sinni hjá Móðir jörð og verið þar sem sjálfboðaliðar. Þá hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sýna fram á að starfsemi Móðir jarðar hafi ekki verið fullmönnuð launuðum starfsmönnum á sama tíma og sjálfboðaliðarnir voru við störf.Í niðurstöðu dómsins segir því að ekki verði séð að félagið né eigandi þess hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtt sér starfskrafta sjálfboðaliðanna líkt og vísað var til í ákæru málsins. Var félagið og eigandi þess því sýknuð af ákærunni.Þá þarf ríkisstjóðir að greiða málskostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda félagsins og eiganda þess, um 3,5 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Kjaramál Landbúnaður Tengdar fréttir Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Skýrslur teknar hjá Móður jörð AFL, Vinnumálastofnun og starfsmenn Ríkisskattstjóra fóru í síðustu viku í Vallanes til þess að kanna aðstæður verkafólks við búið Móðir Jörð. Á staðnum voru fimm sjálfboðaliðar við garðyrkjustörf, flestir erlendir og nýkomnir. 15. júní 2016 07:00