Búa vinnumarkaðinn undir fjórðu iðnbyltinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júní 2018 20:00 Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Töluverð endurýjunarþörf er í kennarastéttinni og í ýmsum iðngreinum þar sem starfsfólk er að eldast en nýútskrifaðir háskólanemar flykkjast í sérfæðistörf tengd líftækni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu á vinnumarkaðnum sem verður notuð í stefnumótun í menntakerfinu. Skýrsla sérfræðingahóps Vinnumálastofnunar, ASÍ, Hagstofu Íslands og Samtaka atvinnulífsins um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði var kynnt í velferðarráðuneytinu í morgun. Þar er lagt til að settur verði á fót sérfræðingahópur um færnispár og landfærniráð að erlendri fyrirmynd sem myndu fylgjast með þróuninni og nýta til stefnumótunar í menntakerfinu og víðar. „Það er gríðarlega mikilvægt að við sem samfélag horfum til framtíðar í þessum efnum og kortleggum til framtíðar hvernig vinnumarkaðurinn mun breytast," segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.Skýrslan verður lögð fyrir menntamálaráðherra og er einnig fyrsta skrefið í undirbúningi fyrir fjórðu iðnbyltinguna svokölluðu, þar sem talið er að aukin tæknivæðing muni leysa viss störf af hólmi á næstu árum. Í skýrslunni er farið yfir menntunarstig ýmissa stétta og fram kemur að mesta ofmenntunin sé hjá starfsfólki í fiskveiðum. Meiri menntunar er hins vegar þörf í eðlisfræði, stærðfræði og verkfræði. Þá virðast nýútskrifaðir háskólanemar nú helst flykkjast í sérfræðistörf er tengjast heilbrigðisvísindum. „Þar er mikið stökk bara á síðustu árum og við höfum tengt það aðeins við vöxt líftæknifyrirtækja; Alvogen og Alvotech, Íslenska erfðagreiningu og fleiri fyrirtæki," segir Sigurður Björnsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þá sýnir greiningin fram á endurnýjunarþörf í vissum stéttum, líkt og hjá kennurum en meðalaldur þeirra hefur hækkað um ríflega tvö ár frá 2008. Svipuð staða er uppi í ýmsum iðngreinum. „Líkt og í pípulögnum til dæmis og málmiðnaði og víðar. Það er ekki ólíklegt að þar sé orðin meiri endurnýjunarþörf en víða annars staðar," segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira