Fótbolti

Rooney hársbreidd frá D.C. United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wayne Rooney fagnar með Everton í vetur
Wayne Rooney fagnar með Everton í vetur vísir/getty
Wayne Rooney er við það að ganga til liðs við bandaríska liðið D.C. United samkvæmt heimildum bandarísku fréttastofunnar ESPN.

Umboðsmenn Rooney hafa nú þegar komist að samkomulagi við bandaríska félagið, það gerðu þeir fyrir um mánuði síðan. Rooney hefur dvalið í Bandaríkjunum síðan tímabilinu lauk í Englandi og er nú alveg við það að samþykkja skiptin.

Fyrrum fyrirliði enska landsliðsins á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Everton. Hann kom við sögu í 40 leikjum félagsins á síðasta tímabili þar sem hann gerði 11 mörk. Everton og nýi knattspyrnustjórinn Marco Silva ætla ekki að standa í vegi Rooney ákveði hann að fara til Bandaríkjanna.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu bæði Manchester United og enska landsliðsins.


Tengdar fréttir

Rooney á leið í MLS-deildina

Wayne Rooney og DC United hafa komist að munnlegu samkomulagi um að leikmaðurinn spili fyrir liðið í bandarísku MLS-deildinni á næsta tímabili.

Rooney nálgast DC United

Wayne Rooney, framherji Everton, nálgast samkomulag við MLS-liðið DC United en hann gæti gengið í raðir félagsins á mánudag herma heimildir Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×