Fótbolti

Króatar halda með Íslandi: „Ég verð glaðasti maður heims ef Argentína fer heim“

Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar
Króatar fagna nánast sama hvað gerist í kvöld.
Króatar fagna nánast sama hvað gerist í kvöld. vísir/vilhelm
Króatískir stuðningsmenn eru mættir eldhressir til Rostov við Don til að fylgja sínum mönnum eftir í leiknum gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils HM 2018 í kvöld.

Stuðningsmenn Króata eru í fínum málum og eiginlega alveg sama þó liðið tapi í kvöld svo framarlega sem að Argentína falli úr keppni. Króatar vilja sjá Messi og félaga taka næstu flugvél heim.

„Við vonumst til að vinna ef verðum líka ánægðir ef Ísland vinnur því þá fer Argentína heim. Ég verð ánægðasti maður heims ef Argentína fer heim í kvöld,“ sagði króatískur stuðningsmaður við Vísi í beinni útsendingu Vísis frá Fan Zone við Don.

Þetta virðist vera stemningin hjá fleiri Króötum en blaðamaður þar í landi sem Vísir talaði við sagði að fleiri stuðningsmenn króatíska liðsins myndu fagna vel og innilega ef Argentína fer heim.

„Okkur er alveg sama þó svo að við töpum því við vinnum alltaf riðilinn sama hvað gerist. Þannig að sumu leyti höldum við eiginlega með ykkur,“ sagði króatíski stuðningsmaðurinn við Vísi.

Viðtalið við Króatana má sjá eftir þrettán mínútur og fimmtán sekúndur í spilaranum hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×