Landspítali og HÍ ætla að fara yfir skýrslu Karólínska Hersir Aron Ólafsson og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2018 20:42 Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar. Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Bæði Landspítalinn og Háskóli Íslands ætla að fara yfir nýja skýrslu Karólínsku stofnunarinnar sænsku um plastbarkamálið svonefnda. Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, var einn þeirra sem var talinn hafa gerst sekur um vísindalegt misferli. Tómas gagnrýnir sjálfur niðurstöður rektors Karolinska í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í dag. Engin ný efnisatriði hafi komið fram, honum hafi verið eignaðir hlutir sem hann hafi enga aðkomu átt að og hann hafi ekki fengið tækifæri til þess að fylgja eftir gögnum sem hann afhenti rannsóknarnefndinni, þvert á gefin loforð. Málið má rekja til barkaígræðslna ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini sem framkvæmdar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Hann framkvæmdi meðal annars plastbarkaígræðslu á Andemariam Beyene, Erítreumanni sem stundaði nám við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein í hálsi. Beyene lést um tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Í skriflegu svari við fyrirspurn Stöðvar 2 um niðurstöður rektors Karólínsku sjúkrahússins vísar Landspítalinn til skýrslu óháðrar nefndar Háskóla Íslands og Landspítala um málið sem kom út í vetur. Þar hafi vísindalegur þáttur málsins verið tekinn fyrir. „Landspítali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karolinska Institutet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erfiða og flókna máli,“ segir í svarinu. Í skýrslu óháðu nefndarinnar var fundið að vinnubrögðum Tómasar. Honum hafi ekki verið heimilt að bæta við tilvísun fyrir Beyene fyrir meðferðina á Karólínska sjúkrahúsinu. Nefndin taldi að ítalski læknirinn hefði blekkt Tómas. Varðandi vísindarannsóknir tengdar ígræðslunni átaldi nefndin Tómas fyrir að hafa ekki aflað leyfa fyrir þeim. Tómas og Landspítalinn hafi ekki fylgt lagareglum um vísindarannsóknir í tengslum við mál Beyene. Tómas var sendur í leyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á Landspítalanum í nóvember í kjölfar skýrslu óháðu nefndarinnar.
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira