Fótbolti

Diego Maradona fluttur á sjúkrahús í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona á leiknum í kvöld. Hann fór mörgum sinnum yfir um.
Diego Maradona á leiknum í kvöld. Hann fór mörgum sinnum yfir um. Vísir/Getty
Diego Maradona var á leik Argentínu og Nígeríu á HM í kvöld og þetta var mikill tilfinningarússibani fyrir hann. Eftir leikinn var Maradona fluttur á sjúkrahús.

Argentínumenn unnu 2-1 sigur á Nígeríu og tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum á HM.

Argentínski blaðamaðurinn Diego Cora sagði frá því á Twitter-síðu sinni að Maradona hafi endaði á sjúkrahúsi eftir leikinn. Í fyrstu höfðu læknar skoðað hann en svo var ákveðið að fara með argentínsku goðsögnina á spítala.







Myndavélararnr voru á Diego Maradona allan leikinn og þar sást hann fagna marki Messi gríðarlega í fyrri hálfleik og svo leit út fyrir að hann væri að lognast útaf í síðari hálfleiknum.

Það fór ekkert á milli mála að Maradona átti bágt með sig í lok leiksins og hann sást meðal annars senda ósmekkleg merki eftir að sigurmarkið datt inn í lokin.





Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×