Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:59 Á Indónesíu brenna bændur skóga til að búa til pláss fyrir pálmaolíuframleiðslu. Vísir/EPA Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára. Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára.
Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42