Synjun Kjararáðs ekki í samræmi við lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá húsakynnum Kjararáðs, við Skuggasund 3. F VÍSIR/E.ÓL. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00
Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00