Synjun Kjararáðs ekki í samræmi við lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá húsakynnum Kjararáðs, við Skuggasund 3. F VÍSIR/E.ÓL. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00
Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00