Synjun Kjararáðs ekki í samræmi við lög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. júní 2018 06:00 Frá húsakynnum Kjararáðs, við Skuggasund 3. F VÍSIR/E.ÓL. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fundargerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Fréttablaðið eftir aðgangi að fundargerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013.Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milligöngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórnvald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögnunum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjararáð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótvírætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins.Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs.„Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæðum upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipulega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundargerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeðferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjararáð til, til að taka afstöðu til málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Tengdar fréttir ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00 Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira
ÚNU fær ekki gögn kjararáðs Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði. 12. júní 2018 06:00
Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. 11. júní 2018 06:00