Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Jónas Þór Guðmundsson er formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Kjararáð neitar að afhenda Fréttablaðinu afrit af fundargerðum sínum. Að mati kjararáðs var ráðið ekki stjórnvald í tíð eldri laga sem um það giltu. Því eigi stjórnsýslu- og upplýsingalög ekki við um störf þess. Fréttablaðið hefur kært synjun kjararáðs sem ítrekað slær því á frest að svara úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU). Fréttablaðið bað þann 28. nóvember á síðasta ári um afrit af fundargerðum ráðsins frá upphafi árs 2008 til dagsins í dag. Tæpum þremur vikum síðar var beiðnin ítrekuð og að auki beðið um afrit af bréfum frá þeim sem undir ráðið heyrðu til þess á sama tímabili. 20. desember barst svar frá skrifstofustjóra ráðsins þess efnis að ekki hefði gefist tími til að taka afstöðu til erindisins vegna fyrirhugaðra og yfirstandandi flutninga. Það myndi hins vegar verða „gert á nýju ári“. Á nýju ári bað blaðamaður um að það yrði afmarkað nánar hvenær árið 2018 von gæti verið á svari. Ítrekun þess efnis var send 24. janúar. Svar kjararáðs barst 12. febrúar þar sem beiðninni var hafnað þar sem hún var of víðtæk. Í milltíðinni hafði Fréttablaðið leitað milligöngu ÚNU. Sama dag og synjun kjararáðs barst var því sent nýtt erindi þar sem aðeins var óskað eftir afritum af fundargerðum frá ársbyrjun 2013 og til dagsins í dag. Þegar ekkert svar hafði borist eftir tvær vikur var á ný leitað til ÚNU.Sjá einnig: Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þann 14. mars barst svar kjararáðs þar sem synjað var um afrit af fundargerðunum. Í svari ráðsins kom fram að gögnin sem beðið var um hefðu orðið til í tíð eldri laga um ráðið en ný lög um kjararáð tóku gildi í júlí 2017. Því yrði farið með gagnabeiðnina samkvæmt þeim. Í nýjum lögum um kjararáð er kveðið á um að upplýsinga- og stjórnsýslulög gildi um það en svo er ekki í þeim eldri. Í svarinu kom fram að ráðið væri sjálfstætt í störfum sínum, skipan þess reifuð og bent á að úrskurðum þess yrði ekki skotið til annarra en stjórnvalda. Að lokum var komist að þeirri niðurstöðu að „kjararáð [heyrði] ekki undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þeirri þrígreiningu ríkisvaldsins sem kveðið er á um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.“ Því gildi upplýsinga- og stjórnsýslulög ekki um störf þess. Ráðið hefði þó „leitast við í störfum sínum að horfa til ákvæða nefndra laga“. Fréttablaðið kærði niðurstöðu þessa til ÚNU. ÚNU veitti ráðinu frest til 5. apríl til að skila frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fékk síðar frest til 11. maí til að svara. Síðar óskaði ráðið eftir fresti til 28. maí en sá frestur fékkst ekki. Í fyrradag bárust þau skilaboð að ráðið hygðist skila umsögn sinni þann 4. júní. Það gekk ekki eftir og er umsögn boðuð í dag, 11. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32 Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00 Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Vilja að kjararáð verði lagt niður Kjararáð verður lagt niður nái frumvarp meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingi fram að ganga. 31. maí 2018 10:32
Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn "Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. 2. nóvember 2016 14:00
Katrín ætlar að breyta kjörum æðstu embættismanna Katrín sagðist vonast til að þingheimur nái saman um breytingar á kjörum æðstu embættismanna ríkisins. 26. apríl 2018 13:20