Innlent

Fundað í kjaradeilu ljósmæðra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá upphafi fundarins í morgun.
Frá upphafi fundarins í morgun. vísir/friðrik þór
Sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 10:30 í morgun.

Ljósmæður felldu kjarasamning sem skrifað var undir í maí og hófu í gær atkvæðagreiðslu um yfirvinnubann á heilbrigðisstofnunum landsins. Atkvæðagreiðslunni lýkur á sunnudag og verði yfirvinnubann samþykkt gæti það hafist um miðjan júlí takist ekki samningar fyrir þann tíma.

Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum á Landspítalanum að undanförnu og munu hátt í 20 uppsagnir taka gildi á sunnudag.

 

Fundurinn í dag er annar fundur á milli deiluaðila síðan að samningurinn var felldur en í síðustu viku var haldinn nokkurs konar stöðufundur sem lauk án nokkurrar niðurstöðu.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, sagði í samtali við Fréttablaðið í dag að ljósmæður færu á fundinn fullar bjartsýni.


Tengdar fréttir

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni.

Ljósmæður bjartsýnar

Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×