Innlent

Ljósmæður bjartsýnar

Sveinn Arnarsson skrifar
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands. Vísir/eyþór
Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30. Eru fundir þeirra hjá sáttasemjara orðnir ellefu talsins auk sex funda áður en deilan fór inn á borð ríkissáttasemjara.

„Við förum inn á fundinn fullar bjartsýni eins og við höfum gert í hvert skipti og vonum að samninganefndin komi til fundar með umboð og vilja til að semja við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands.

Deilan hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. „Það er ekki hægt að halda svona áfram. Það er öllum til vansa og lítilsvirðingar,“ bætir Katrín við. „Þessi deila hefur staðið yfir í rúma meðgöngu og það stefnir allt í gangsetningu.“

Kosning um yfirvinnuverkfall meðal ljósmæðra hófst í gær og verður opin fram á sunnudag.




Tengdar fréttir

Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar

Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×