Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Jónas Þór Guðmundson, formaður kjararáðs. Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Kjararáð neitar að upplýsa um heildargreiðslur til meðlima ráðsins og þann fjölda vinnustunda sem liggja samanlagt að baki þeim. „Kjararáð hefur ekki tekið saman þær upplýsingar sem spurt er um í beiðni þinni. Umbeðnar upplýsingar liggja því ekki fyrir hjá ráðinu og ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn til að svo verði,“ segir í svari frá Önnu Hermannsdóttur, lögfræðingi og starfsmanni kjararáðs. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjararáð. Þann 19. desember síðastliðinn var óskað eftir afriti ákvarðana fjármálaráðherra síðustu tíu árin varðandi greiðslur til meðlima kjararáðs. Samkvæmt lögum ákvarðar ráðherra þær. Í svari fjármálaráðuneytisins 3. janúar síðastliðinn kemur fram að kjararáð hafi fengið þrjár hækkanir frá og með 2012. Sú fyrsta var í mars 2012 og miðaðist við „launaþróun opinberra starfsmanna frá fyrsta ársfjórðungi 2008“ samkvæmt ósk þáverandi formanns kjararáðs, Svanhildar Kaaber. Næst ákvað fjármálaráðherra þann 28. október 2016, daginn fyrir alþingiskosningar, að verða við ósk Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns kjararáðs, og hækka laun ráðsins „í samræmi við hækkun launavísitölu“ frá 1. apríl 2012. Þessi ákvörðun var afturvirk til 1. júní 2016. Rúmu ári síðar, 6. desember síðastliðinn, kom önnur hækkun til kjararáðs samkvæmt beiðni formannsins, aftur í samræmi við þróun launavísitölu frá fyrri hækkun. Þarna hækkuðu launin um 7,3 prósent á milli ára. Hækkunin var afturvirk til 1. ágúst. „Meðlimir kjararáðs fá greitt tímagjald fyrir setu á fundum að viðbættum samsvarandi tíma til undirbúnings. Tímagjaldið er nú 16.290 krónur í verktakagreiðslu. Að jafnaði er fundað einu sinni í viku,“ sagði í svari fjármálaráðuneytisins í janúar. Tímagjaldið var 10 þúsund krónur á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hækkunin síðan hefur því verið 62,9 prósent. Sem fyrr segir hefur Fréttablaðið reynt að fá mynd af heildargreiðslum til meðlima kjararáðs en það hefur ekki tekist. Fjármálaráðuneytið vísaði um miðjan janúar fyrirspurn um það atriði til kjararáðs sem svaraði ekki því sem um var spurt en benti á fjárlög hvers árs fyrir sig. Þar megi „sjá þær fjárhæðir sem ætlaðar hafa verið til reksturs ráðsins hverju sinni“. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 milljónir króna á því ári. Kjararáð hafnaði því svo loks í gær sem fyrr segir að gefa upp samanlagðar greiðslur og tímafjölda meðlima ráðsins sem skipað er sex manns.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33