Fótbolti

Á fljúgandi siglingu með víkingaklappið að vopni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sunil Chhetri var hetja Indverja
Sunil Chhetri var hetja Indverja vísir/getty
Indverska knattspyrnulandsliðið hefur aldrei verið hátt skrifað í knattspyrnuheiminum en þetta næst fjölmennasta lands heims hefur hæst komist í 94.sæti heimslistans; það var árið 1996.

Nú horfir mögulega til betri vegar í indverska boltanum en landsliðið er nú í 97.sæti heimslistans og á uppleið. Til að tryggja uppganginn hafa Indverjarnir gert víkingaklappið að sínu og það með glæsibrag eins og sjá má með því að smella hér.

Indverjar gerðu sér lítið fyrir í nótt og tryggðu sér sigur í fjögurra þjóða móti eftir sigur á Kenýa í úrslitaleik sem fram fór í Mumbai, stærstu borg Indlands en hin liðin í mótinu voru Nýja-Sjáland og Tævan.

Úrslitaleiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna þar sem þeirra skærasta stjarna, Sunil Chhetri, gerði bæði mörk leiksins en þessi 33 ára gamli sóknarmaður er fyrirliði liðsins, leikjahæstur í sögu landsliðsins og sá markahæsti með 64 mörk í 102 landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×