Fótbolti

Bros, sól og vindasamt á fyrstu lokuðu æfingu landsliðsins

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Ekki gekk betur að setja upp tjöldin í vindinum í morgun.
Ekki gekk betur að setja upp tjöldin í vindinum í morgun. Vísir/Vilhelm
Afar vindasamt var í Kabardinka í Rússlandi í nótt og mátti sjá þess merki þegar íslenska landsliðið mætti til æfinga klukkan 10:30 að staðartíma. Skilti með myndum af leikmönnum liðsins, sem eiga að byrgja fólki sýn inn á æfingu strákanna og hanga á til þess gerðum girðingum, lágu í stafla. Ástæðan var sú að girðingin hafði fokið í nótt. 

Að öllu eðlilegu eiga blaðamenn að geta starfað í tjaldi við völlinn, hinum megin við girðinguna. En í ljósi stöðunnar voru blaðamenn beðnir um að yfirgefa svæðið eftir fyrstu fimmtán mínútur af æfingunni. Allt í góðu enda stutt upp á hótel blaðamanna þar sem ágæt aðstaða er til vinnu.

Leikmennirnir virtust njóta sín vel á nývökvuðum vellinum í 25 stiga hita. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliiði tók virkan þátt í upphitun og sömu sögu er að segja um Birki Bjarnason og Alfreð Finnbogason sem æfðu takmarkað í gær. 

Vilhelm Gunnarsson myndaði stemninguna í morgun eins og sjá má að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.



 

Frederik Schram.Vilhelm
Albert Guðmundsson hjálpar til í baráttunni við vindinn.Vilhelm
Sverrir Ingi Ingason.Vilhelm
Heimir Hallgrímsson.Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson.Vilhelm
Heimir Hallgrimsson ræðir við Björn Bergmann Sigurðarson.Vilhelm
Vilhelm
Gylfi Þór Sigurðsson.Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson.Vilhelm
Íslenski hópurinn skokkar.Vilhelm
Íslenski hópurinn skokkar með Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason fremsta.Vilhelm
Pétur Gunnarsson og sjúkraþjálfarateymi Íslands.Vilhelm
Hannes Þór Halldórsson.Vilhelm
Jóhann Berg Guðmundsson.Vilhelm
Aron Einar Gunnarson, Alfreð Finnbogason og Kári Árnason.Vilhelm
Æfingavöllur Íslands í Kabardinka.Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×