Innlent

Nýr meirihluti í Reykjavík kynntur í Breiðholti

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá fyrsta fundi flokkanna fjögurra í Marshall-húsinu.
Frá fyrsta fundi flokkanna fjögurra í Marshall-húsinu. vísir/vilhelm

Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar verður kynntur í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í fyrramálið samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Viðræður flokkanna hófust síðasta dag maímánaðar og tóku tólf daga.

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er gengið út frá því að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta en skipanir í embætti og áherslur nýs meirihluta verða kynntar klukkan 10:30 í fyrramálið, fyrir utan Breiðholtslaug, en viðræður flokkanna hafa að mestu leyti farið fram í Breiðholti.

Fram kemur í tilkynningu frá oddvitunum að náðst hafi niðurstaða og samkomulag um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili.

Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum  kl. 10:30 þar sem hinn nýi meirihluti verður kynntur.

Fréttin var uppfærð kl. 7:52 þegar tilkynning barst frá oddvitunum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis er gengið út frá því að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri. Vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.